Nýkomin af MacDonalds,ligg uppi í sófa á Laugaveginum hjá ÖnnuK i nettri þynnku að horfa með öðru auganu a óperu winfrey...... Nú er komin rúm vika síðan ég kom heim og allt er búið að vera kreisí...ég held ad ég hafi sofið að meðaltali 3.5 klst a nóttu síðan ég kom heim vegna brúðkaupsstressi...þið spyrjið, bíddu bíddu, var Sigga að gifta sig...nei, aldeilis ekki, það var hún Elsan mín og Helgi sem voru að gifta sig....
Ég kom úr Ameríkunni með 2klst brúnku ilmandi af einhverjum skrýtnum ilmjurtum sem ég fékk á SAGA CLASS...ahhh stelpan var upgreiduð...ég er alveg svona týpan til ad vera upgreiduð, þetta á mjög vel við mig...kampavín,3rétta matseðill, hvaða bíómynd sem er og heit og ilmandi handklæði....
ég fór á fullt við að pæjast um leið og ég lenti og skellti mér í sund og einn öl á Austurvelli...sumarið er klárlega komið.....
Helgin leið í fallegri rómantík, smá fortíðar uppgjöri og djammi með stelpunum...Mánudagur tók við með gæsaplani og bryllups reddingi...Ég breyttist í Móniku með headsettið og öskraði í tíma og ótíma kaupa, selja, offwhite, beinhvítt..neineijájáneijá og svo auðvitað: ég redda þessu...ásamt því skrapp ég aftur um tvö ár og fór að vinna á Soho hjá mömmu og pabbi...skrýtið að vera að vinna þar og vera ekki í drama með Gunna...passar einhvern vegin ekki....en já allavega, þvílíkt production eitt svona brúðkaup er! Ha, maður hefði bara aldrei haldið....en ég vil meina að ég hafi verið á heimavelli og að ljós mitt hafi fengið að skína....ÞETTA ER SVO GAMAN!!! plís, allir að gifta sig og ráða mig..sko, ég hef alltaf vitað innst inni að stjórnunar og skipulagshæfileikarnir mínir skíni á þessu sviði...ég er nefnilega með ákveðnar hugmyndir um að sameina sálfræðina og svona wedding planner...jæja nóg um mig, brúðkaupið var frábært í alla staði!!! Allur dagurinn fór í hinar og þessar reddingar á salnum og skreytingar og litla hluti fyrir brúðina....hún elsan mín var svo falleg...gott ef einn lítill tolli tárdropi hafi ekki læðst út þegar hún kom útúr svefnherberginu í kjólnum.....að sjálfsögðu vorum við stelpurnar allt alltof seinar í kirkjuna og komum á sama tíma og hún...en allt gekk vel..brúðarmarsinn var vel djazzaður upp sem var mjög skemmtileg tilbreyting...
reyndar eitt, athöfnin sjálf í kirkjunni fékk mig til að setja spurningamerki við það að láta prest gifta mann...þessar efasemdir byrjuðu við skírn litla frænda míns..ég bara get ekki alveg gengist undir það sem hann er að segja, ég get ekki verið einhvern vegin sammála þessu, samt ekki mitt ad vera sammála, en þetta er bara ekki fyrir mig, einhvern vegin of margar spurningar sem ekki er búið að svara eða reynt að svara með tilvísun í Biblíuna og hina og þessa kalla...ég hugsa að ég muni ekki gifta mig í kirkju...þar hafiði það.
en aftur ad elsunni minni, athöfnin var mjög falleg og tónlistaratriðin geðveik...bogomile font tók My baby just cares for me og það átti svo snilldarvel við hana elsu mína og ást hennar á honum Helga....ahhhh...ekki eitt þurrt auga í salnum....
þegar veislan tók við var MINN tími komin, nú mátti ljós mitt fara að skína þó ekki of mikið, ,meira svona eins og kastari á hana....það er svo fyndið þegar manneskja eins og ég sem væri með allt á hreinu í sínu brúðkaupi semi skipuleggur eða fær aðeins að taka þátt í skipulagningu brúðkaupi vinkonu sinnar, þá get ég ekki fengið að ráða ÖLLU...eins og t.d. gleymdist að spá í hinum og þessum hlutum eins og spes brúðarglösum..já og einhverjum til að hreinsa af borðunum..og hvar brúðkaupsnóttin átti að vera..ogogogog...en reddadist allt saman að sjálfsögðu, ég bara reddaði með smá aðstoð glösunum og skreytingum á frauð bakka og brúðkaupsnóttinni var reddað með nokkrum rósarblöðum hér og þar, vanillukertum og jarðaberjum....allt svakalega fallegt og rómó svo að þetta verði nú sem eftirminnilegast fyrir brúðhjónin....
en svona að öllu gríni sleppt þá gekk þetta eins og smurð vél....ég og davíð vorum gott veislustjórateymi...búningaskpitin gengu vel fyrir sig, við vorum med svona þema, elsa og helgi á mismunandi tímabilum í lífinu..ég var elsa skoppari, elsa í rallígalla og elsa i skuggabars bols, já þar hafiði það. Ég Sigríður Dögg Arnardóttir, beraði bumbuna mína uppá sviði í litla SKugga bolnum fyrir framan 130 manns og dansaði ögrandi mjaðmarassa dans við ímyndað Doing it í hausnum mínum.....þetta bara virkaði svo kúl þegar ég var 16 ára en núna þegar ég er að verða 23 ára þá er þetta bara ekki svo mikid kúl lengur, ætli þyngdarlögmálið hafi ekki líka haft sitt að segja...
skrýtið að brúðkaupið sem ég er búin að vera að stefna að í marga mánuði sé liðið....vá ég tala um þetta eins og mitt eigið..mér bara líður pínu eins og ég sé að gefa systur mína.....en í góðar hendur...
ég og annak kíktum í kringluna áðan og ég verð að játa að ég dundaði mér við það að spá í hvaða búðum ég myndi register... og ég re decorateaði salinn í hausnum á mér eins og ég myndi hafa hann...sko, ég nefnilega gæti haft svo skemmtilegan þema ef ég myndi gifta mig ung...en ef ég myndi gifta mig eldri þá gæti haft það' meira glamúrus og gæsunin gæti verið flottari...eða kannski ekki...hmmm...ég held að ég haldi bara flott afmæli í staðinn, með tema eins og síðast nema ég er strax komin með þemann fyrir næsta afmæli...sérstaklega í ljósi þess að ég held ekki að ég sé á leiðinni að fara að halda í neinn af hinu kyninu lengur en tímann sem það tekur að drekka einn bjór....reyndar, það eru búnar að vera 3 viðreynslur svona til að tala um, eitt ótrúlega fallegt lítið fling, eitt uppgjör frá fortíðinni og svo bara skrýtnar gamlir on the slow side hæ-þú-ert-semi-sæt.......
en já,ég held ég kvarti svo sem ekki, rigning er rigning hvort sem er léttur úði eða þrumur og eldingar...
sex and the city kallar...
tjá tjá
sunnudagur, júní 12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gaman að heyra að allt hafi gengið vel að lokum. Ég er nú alveg sammála með giftingu í kirkju hef oft spáð í þetta. Er þetta ég eða....... það kemur allt í ljós einn góðann veður dag. KJ
VÓ hvað þú varst brilliant, ef ég myndi gifta mig aftur myndi ég sko ráða þig tvöfalt... :) Þú reddaðir þessu alveg. Skrýtið með þessa litlu hluti samt, ég var alveg að klikka á þeim, eina sem ég hugsaði um var: kjóllinn, bæði segja JÁ!, allir gestirnir með vín og mat. Svo bara stoppaði hausin þar og spáði eiginlega bara ekki í neinu fleiru :) Takk fyrir súper dag, ÞÚ ERT BESTI VEISLUSTJÓRI Í HEIMI :)
hæ elskan...já - get ekki sagt að það hafi komið mér á óvart hvað þetta brúðkaup lukkaðist vel - you were born for this!!!!! hlakka til að ráða þig í mitt þegar kemur að því;) kossar og knúsar frá danmörkunni
Skrifa ummæli